Heimasíða
SKRIFT

Sýni
Niccoli
Sanvito
Fairbank
Taylor
Jones
Gunnlaugur
Alan, 10 ára

  Auðveld, frjálsleg
Hér þykir mér Ítalíuskrift endurreisnartímans hafa tekist einna best. Enn er hún ekki orðin að skjalastíl. Þetta er falleg rithönd einstaklings og ber persónueinkenni hans.

Dæmið er úr Suetonius: Ævir tólf keisara. París, Bibliothèque Nationale, Latin 5814.


Einstök rithönd
Bartolomeo Sanvito (1435-1518+) frá Padua fór gullinn meðalveg.


Ítalíuskrift þróaðist eins og margar aðrar stílgerðir. Í upphafi var hún hröð og kraftmikil. Með tímanum fágaðist hún og hentaði helst bókum og íburðarmikilum skjölum. Þegar svo var komið átti hún varla lengur við sem venjuleg skrift.

Mér þykir þróunin hafa risið hæst í lok fimmtándu aldar. Endanleg lögun var komin á flesta stafina. Þeir voru enn skrifaðir án viðbúnaðar.

James Wardrop skrifaði um Bartolomeo Sanvito í Script of Humanism, Oxford 1963.


        

 

Höfundarréttur (Copyright) © 2001 Gunnlaugur SE Briem. Öll réttingdi áskilin.
01. september 2003.