Heimasíða
SKRIFT

Sýni
Niccoli
Sanvito
Fairbank
Taylor
Jones
Gunnlaugur
Alan, 10 ára

  Spánný stílgerð, 1423
Hvaðan er Ítalíuskrift komin? Skriftarhreyfingarnar voru innan seilingar. Þær eru næstum eins og í mercantesa, fljótaskrift (gotneskri skjalahönd) frá lok miðalda. Nokkrir stafir voru sóttir í karlungaletur. Hástafirnir eru frá Rómaveldi forna.

Úr Cicero: Orator and Brutus. Bibl Nazionale, Florence, Conv. Sopp. J.I14


Upphafsmaðurinn
Niccolò Niccoli (um 1364-1437) fékk góða hugmynd


Niccoli var í fremstu röð fræðimanna við Medicihirðina í Flórens. Hann var frábær skrifari og bókasafnið hans það besta í borginni. Hann afritaði og las saman forn handrit, leiðrétti texta, skipti þeim í kafla og gerði efnisyfirlit. Hann fann upp Ítalíuskrift.

Uppruni Ítalíuskriftar er rakin af B.L. Ullman í The Origin and Development of Humanistic Script (Edizioni de storia e Letteratura, Róm 1960).


        

 

Höfundarréttur (Copyright) © 2001 Gunnlaugur SE Briem. Öll réttingdi áskilin.
01. september 2003.