Heimasíða
SKRIFT

Sýni
Niccoli
Sanvito
Fairbank
Taylor
Jones
Gunnlaugur
Alan, 10 ára

  Skriftarstíll er aðeins fyrsta skrefið
Meðal skrautskrifara er Ítalíuskrift allra leturgerða vinsælust. Hún er þó ekki einungis til snilldarverka fallin. Hún er góð hversdagsskrift fyrir venjulegt fólk sem heldur vill fallega rithönd en meðallag. Auðvelt er að kenna hana og auðvelt að tileinka sér hana.

Þessir stafir voru skrifaðir með þversniðinni gulrót sem dýft var í blek.


Sjö sýni af Ítalíuskrift
Hvað er Ítalíuskrift eiginlega?

Hún er skriftarstíll frá fimmtándu öld, með venjum og hefðum og gullfalleg þar að auki. Hún var í notkun í hálfa aðra öld. Elsta dagsetta skjalið er frá 1423. Á seinni hluta sextándu aldar varð hún að nýjum stíl, koparstungu.

Ítalíuskrift hallast lítið eitt, oft sjö eða átta gráður. Hún er yfirleitt hærri en hún er breið, í hlutföllunum 3:4. Flestir stafbelgirnir eru mýktir þríhyrningar. Stóru stafirnir eru sígildir hástafir Rómaveldis, stundum með skrautdráttum. Undirleggurinn á stafnum f er yfirleitt sveigður til vinstri. En það er löng saga.


        

 

Höfundarréttur (Copyright) © 2001 Gunnlaugur SE Briem. Öll réttingdi áskilin.
01. september 2003.