Stökum stöfum breytt í tengda stafi
Fjölskipun fer yfir textann og bætir við tengingumHeimasíða
SKRIFT

Kennsluefni
Renningar
Veggstafir
Línustrikun
Krotæfingar
Stafaslóðir
Forskrift
Stafahús
Prentletur
Hugbúnaður
    Macintosh
    
Windows
Rannsóknir


Tengingar á Macintosh
Í Microsoft Word sér fjölskipunin Umskiptingur05 um tengingar.


Innsetning
Word geymir skjalið „Normal" í möppunni TEMPLATES. (Þú getur leitað það uppi með skipuninni FIND á valblaðinu FILE í Finder.) Breyttu nafninu á því, til dæmis í „xNormal".

Fjölskipunin Umskiptingur05 er hluti af skjalinu Normal (1.5 meg). Náðu í það.

Þegar þú hefur sótt skjalið „Normal" á vefinn dregurðu það í möppuna TEMPLATES. Annað þarf ekki til. Að þessu loknu má ræsa Word.

Fjölskipunina má fjarlægja á sama hátt. Skjalið „Normal" er dregið út úr möppunni TEMPLATES. Nafninu á skjalinu „xNormal" er breytt aftur í „Normal".

Notkun
Fyrst þarf að opna Microsoft Word skjal með texta sem á að tengja. Á valblaðinu TOOLS er farið í MACRO og þaðan í MACROS. Við það birtist valgluggi. Í honum er fjölskipunin Umskiptingur05. Á hana er tvísmellt. Það er nóg. Eftir stundarkorn eru tengingar komnar í textann. Láttu mig vita ef þig rekur í vörðurnar.


Höfundarréttur (Copyright) © 2005 Gunnlaugur SE Briem. Öll réttindi áskilin.
Uppfært 31. janúar 2005.