Heimasíða
SKRIFT

Kennsluefni
Renningar
Veggstafir
Línustrikun
Krotæfingar
Stafaslóðir
Forskrift
Stafahús
Prentletur
Hugbúnaður
Rannsóknir


Svona má leggja stafaheiti á minnið
Hér eru íslensk málhljóð sett upp fyrir byrjendakennslu.


Stafahús
Einkar gagnleg bygging


Með stafahúsinu er hægt að æfa hljóðheyrn. Það sýnir talstöðu. Það hjálpar líka til við lestur, stafsetningu og skrift.

Stafahús, eitt í lit, annað svarthvítt, 392 K

Maríu I. Hannesdóttur þakka ég fyrir að leggja til stafahúsið. Hún byggði það á húsi Rannveigar Löve, sem þýddi það og staðfærði. Höfundurinn er Edith Norrie, danskur lestrarkennari. Þetta segir María.

Stafahúsið er ávallt haft á kennsluborðinu við höndina í lestrar- og ritunarnámi. Nemandinn leitar í það að vild líkt og þegar nemandi leitar í sýnilega margföldunartöflu ef hann kann hana ekki utan bókar. Kennarinn bendir einnig í stafahúsið þegar á þarf að halda í kennslustund til útskýringar. Nemandinn verður mun sjálfstæðari þegar hann kann að nýta sér stafahúsið til að sækja og muna það stafhljóð sem hann þarf á að halda í virku starfi í stað þess að bíða eftir eða biðja um hjálp kennara eða annarra.


Höfundarréttur (Copyright) © 2003 Gunnlaugur SE Briem. Öll réttindi áskilin.
Uppfært 13. febrúar 2004
.