Manndrápsskrift
Heimasíða
SKRIFT

Manndrápsskrift


Er læsileg skrift ómaksins verð?
18. október 1994 fékk Carole Burwash 30mg af díamorfíni í staðinn fyrir 3mg á Princess Grace spítalanum í London. Hún varð fyrir heilaskemmdum og lést.

Í Westminster var úrskurðað um dánarorsök 2. júlí 1996. Dánardómstjórinn sagði að lyfseðillinn, sem svæfingarlæknirinn Giok Lim hafði skrifað, væri torskilinn og hræðilega skrifaður. Bæði aðstoðarlæknirinn Richard Hornabrook, sem gaf lyfið, og hjúkrunarfræðingurinn Mandy Hatcher skildu fyrirmælin um lyfjaskammt svo að gefa ætti 30mg.

Blaðaummæli, The Times, 3 July 1996
„Kona lætur lífið eftir að
læknir misles skrift.“
„Skýrsla kennir sjúkrahúsi um
dauðsfall.“