Orðalisti (með enskum heitum)
Heimasíða
SKRIFT

Hreyfingar
Aðferðir
Aðstæður
Viðgerðir

OrðalistiBelgur (bowl)
Lína sem umlykur rými í staf.

Blokkskrift, prent (print script)
Ótengd skrift, byggð á sporöskjum og beinum línum, oftast upprétt.
Dráttur (stroke)
Mark gerð með skriffæri.
Grunnlína (baseline)
Lárétt lína sem flestir stafir standa á.


Hástafalína (capital line)
Lárétt lína sem sýnir hæð hástafa.


Kansellískrift húmanista (chancery cursive)
Skjalahönd sem var í notkun á fimmtándu og sextándu öld. Þetta dæmi er úr La Operina eftir Ludovico Arrighi.

Lokadráttur (exit stroke)
Endir á staf; byrjar tengingu í þann næsta.Lykkjuskrift (looped cursive)
Ýmis forskriftarafbrigði, byggð á koparstungu. Hér sést gerð Marinós L. Stefánssonar.
Miðlína (midline)
Lárétt lína sem sýnir hæð lágstafa án yfirleggja.Skrautdráttur (flourish)
Hvaða dráttur sem er lengri en þörf er á.


Stafleggur (stem)
Nokkurn veginn lóðrétt lína í staf.Tenging (join)
Lína sem tengir tvo stafi.Tengt letur (cursive)
Allt letur sem skrifað er án þess að penna sé lyft milli stafa.

Undirleggur (descender)
Hluti af staf sem fer niður fyrir grunnlínu.


Undirlína (descender line)
Lárétt lína sem sýnir lengd undirleggja.


Yfirleggslína (ascender line)
Lárétt lína sem sýnir hæð yfirleggja.Yfirleggur (ascender)
Hluti af lágstöfum sem fer yfir miðlínu.Þverstrik (bar)
Lárétt lína, eins og í stöfunum f og t.