Skilningur
Heimasíða
SKRIFT

Hreyfingar
Aðferðir
Aðstæður
VIÐGERÐIR
   Handastjórn
   Skilningur

Orðalisti


Skriftarógöngur eru oft flækja af ýmsum vanköntum. Formleysur, afbökuð leturform og ójöfn stafabil spilla öll fyrir. Oft er fyrsta gátan í umbótum hvar á að byrja.

Við skulum athuga helsta gallann fyrst.

Vandi: Formleysa
Kemst enginn fram úr skriftinni þinni nema þú? Því miður ætlast fólk til að þú skrifir með stöfum sem það kannast við. Hér eru fjórir gallar.
Formleysa 1: Sagarblað
Vandi: Stundum fer Ítalískrift aftur og verður að krákustígunum sem hún er byggð á.

Lausn: Reyndu að hægja á þér. Leggðu á þig að skrifa boglínur í staðinn.


Afleitt er að stytta sér leið með krákustígum. Þeir mynda traustan grundvöll en lélega stafi. Auðvelt er þó að endurheimta læsilega rithönd ef þú hefur fyrir að skrifa boglínur í staðinn fyrir beinar.
Formleysa 2: Lokadrættir á reiki
Annar stafurinn í miðorðinu er tvíræður. Lokadrátturinn og tengingin eru of há fyrir stafinn a og of lág fyrir stafinn o.

Þegar hratt er skrifað er lítill munur á stöfunum a og o. Sá helsti er að tengt er úr stafnum a að neðan en úr stafnum o ofanverðum.


Er miðorðið ,,us“ or ,,vs“? Tengt er úr stafnum u að neðan en stafnum v að ofan. Þar á milli er enginn gullinn meðalvegur.
Hvað er miðorðið? Er það ,,firn“ eða ,,fim“?

Orðið til vinstri er ,,firn“. Stafurinn r er auðþekktur. Tengingin byrjar á stuttum hnykk niður á við. Svo er tengt í næsta staf.

Miðorðið má lesa á tvo vegu. Á það að vera ,,firn“ eða ,,fim“? Kannski endar það á stöfunum r og n, illa tengdum. Eins gæti þar verið óburðugur stafurinn m. Skrifaðu greinilega tengingu úr stafnum r.
Formleysa 3: Óljós leturform
Stafinn r er hægt að taka í misgripum fyrir stafinn v. Skáinn í stafnum r á að fylgja leggnum hálfa leið upp að miðlínu. Í stafnum v er hins vegar bil á milli skálínanna tveggja. Þegar seinni línunni er að ljúka má hún gjarna beygja dálítið til vinstri.

Líka er hægt að ruglast á stafnum z og stafnum r í lykkjuskrift. En Íslendingar þurfa ekki að hafa miklar áhyggjur af því.
Formleysa 4: Topplaus viðundur

Stafirnir í miðjunni geta annaðhvort verið a og g eða u og y. Það er ekki gott. Stöfunum a og g þarf að loka svo ekki verði um villst. Og hafðu stafina u og y opna upp á gátt.
Stuttar yfirlínur geta verið vandræðagripir. Í miðjunni eru annaðhvort stafirnir ,,anu“ eða stafirnir ,,dhll“. Hafðu yfirlínur svo langar að ekki verði um villst.
Hvað er til ráða?
Margt fólk veit að skriftin hjá því er hræðileg en áttar sig ekki á hvað er að. Oft er nóg að útskýra það. En þá þarf að gera grein fyrir hverju smáatriði. Hér eru tvö dæmi. Það fyrra er afmyndaður undirleggur.
Hér fór vinstri stafurinn út um þúfur þegar hann var hálfnaður. Í byrjun var hann hárrétt Ítalíuskrift með þríhyrndan belg. Þegar komið var að undirlínunni varð gamall vani úr lykkjuskrift ofan á. Ekki er auðveldara að mynda lykkju en að mynda rétta lögun.
Ef ekki er víst hver hún er má búast við að sú sé notuð sem hendi er næst.

Besta aðferðin við að leiðrétta undirlegginn er að útskýra hann. (Fyrst fer hann niður að undirlínunni. Þaðan fer hann til hægri, jafnlangt og belgurinn, og upp á við um leið.) Hvernig er hægt að gera þetta skýrt og einfalt? Til dæmis með því að tengja saman punkta. Það dugar oftast.

Seinna dæmið sýnir þrjár algengar afmyndanir á stafnum f. Orsökin er sú sama. Skrifararnir eru ekki vissir um hvernig hann á að líta út. Þegar stefnumarkið vantar er kylfa látin ráða kasti.Óljóst: Þverstrikið á fyrsta stafnum ef of lágt. Sá næsti hallast aftur yfir sig. Á þann þriðja vantar þverstrikið.

Skýrt: Svona lítur stafurinn f út. Þeir sem skilja hvernig á að skrifa hann geta flestir gert það vandræðalaust.

Skriftarkennsla skiptist í tvo hluta. Annar þeirra er að útskýra aðferðir og leturform. Hinn er að hjálpa fólki að taka eftir göllum og lagfæra þá. Oft þarf það á ítarlegum úskýringum að halda.

Hér eru fleiri ágallar.

Vandi: Röng form
Ef undan er litið geta rétt leturform gufað upp. Þau sem tekin eru upp í staðinn eru úrval frá frjórri ímyndun til fáránleika. Dæmin eru endalaus; hér eru fjögur.
Röng leturform 1: Hástafir á faraldsfætiRangt: Hástafi á ekki að nota í staðinn fyrir lágstafi.

Rétt: Lágstafi á að nota þar sem þeir eiga við eins greinilega og hægt er.Hástafsform stafsins r hefur verið notað á nokkrum tímabilum letursögunnar. En byrjendur ættu að halda sig við forskriftina.Rangt: Hástafinn K ætti aldrei að nota í stað lágstafsins.

Rétt: Lágstafinn á að nota þar sem hann á við.


Röng leturform 2: Einföldunarárátta
Í miðorðinu vantar legg í stafinn n. Skrifarinn heldur sennilega að úr þessari nýjung megi lesa ,,ung“. Aðrir geta eins ályktað að stafurinn r hafi verið fenginn að láni úr lykkjuskrift og lesa orðið ,,urg“.
Röng leturform 3: Lauslegir stafir


Óljós: Úr sömu lykkjunni má lesa stafinn e, stafinn l lágvaxinn, stafinn t án þverstriks og stafinn i sem týnt hefur deplinum.


Auðskilið: Stafirnir e l t i, hver með sínu lagi og auðþekkjanlegir.


Lykkja getur haft ýmsar merkingar. Notaðu leturform sem ekki eru líkleg til að valda misskilningi.
Vandalaust er að sniðganga röng leturform. Fyrst þarf að temja sér einfalda Ítalíuskrift. Þá fyrst er óhætt að bæta við persónueinkennum.

Vandi: Gölluð bil
Hafðu gát á hvernig textinn raðast upp hjá þér. Þrengsl milli lína og gjár milli stafa geta spillt góðri skrift. Ekki bæta ójöfn bil úr.
Gölluð bil 1: Eyður milli orða


Orðabil á stærð við stafinn n eru best fyrir ung börn.

Allir aðrir ættu að gera orðabil á stærð við stafinn i.

Ójöfn bil 2: Línuflækjur


Rangt: Undirleggir úr einni línu eiga ekki að krækjast í yfirleggi þeirrar næstu fyrir neðan.

Rétt: Styttri undir- og yfirleggir ná ekki saman.


Ef þú vilt endlega skrifa langa yfir- og undirleggi er ekki allt í voða. Þú getur skrifað í aðra hverja línu.
Auðvitað er ekki allt upp talið
Þetta yfirlit ætti að vísa þér í rétta átt. Gefðu smáatriðum gaum. Farðu eftir forskriftinni eins og þú getur. Notaðu augun.