Handastjórn
Heimasíða
SKRIFT

Hreyfingar
Aðferðir
Aðstæður
VIÐGERÐIR
   Handastjórn
   Skilningur

Orðalisti


Ef illa gengur má alltaf kalla á Marsbúa. Börnum gengur oftast vel með þá.


Marsbúar eru skemmtilegri en lína eftir línu af mynsturæfingum. Þeir gegna sama hlutverki. Allir geta teiknað þá.Þú byrjar á að búa til augu úr tveimur hringjum og munn úr þeim þriðja. Einn hringur í viðbót myndar hausinn. Mundu að byrja efst og gera vinstri hliðina fyrst.

Augun gefa andlitinu svipmót. Lítill vandi er að teikna þau. (Þrenn augun hægra megin eru nákvæmlega eins og hin hin þrenn vinstra megin nema þau standa á haus.)

Hvað ræðurðu við?
Hvernig bætirðu úr ójöfnum halla og hlykkjóttri grunnlínu? Þú þarft að átta þig á hvað þér er kleift og ná tökum á því fyrst. Eftir það má spreyta sig á erfiðari verkum. Er þetta sjálfsagður hlutur? Það finnst ráðþrota byrjanda ekki. Fyrir hann er það eins og að ná taki á björgunarhring.

Byrjaðu á traustum grundvelli. Eru krákustígarnir hjá þér jafnir og reglulegir? Reyndu þá að skrifa stafi. Og farðu ofan í forskrift áður en þú skrifar. Línustrikaður pappír er kannski ekki nóg. Þú getur notað rúðustrikaðan ef þú vilt.

Ef þínir eigin krákustígar eru ójafnir, þrátt fyrir bestu viðleitni, geturðu farið ofan í krákustíga úr forskriftinni áður en þú skrifar þá. Eins geturðu tengt punkta. Það er góð æfing. Hefurðu fulla handastjórn? Æfðu þig þangað til penninn kemst á leiðarenda. (Hafðu engar áhyggjur af hvort línan er skökk og bogin. Hún skilar sér seinna.)

Hugsaðu þér að æfingar til handstyrktar séu tröppur. Ef þær eru erfiðar geturðu fært þig niður um eina og æft þig á einhverju auðveldara. Taktu eina í einu. Með því móti kemstu alla leið upp.
Gerðu Marsbúa


Ávalur haus með stórum augum er góð byrjun. Bættu við glotti út að eyrum.

Gerðu hvassar tennur úr krákustíg og settu hvorn augastein á sinn stað.

Þegar þú hefur bætt við kraga og löngum eyrum er hausinn fullgerður.Á Marsbúum lærist sjálfsagi. Oddarnir á hverri tönn eiga að fara alla leið á varirnar en ekki yfir þær. Kraginn á að hitta á hausinn neðanverðan. Hringir byrja vinstra megin, eins og stafurinn o.

Lærðu að miða
Stundum fer penninn í aðra átt en þú ætlaðir. Þetta er ekki einungis byrjendavandi. Flestir hefðu gott af betri handastjórn. Æfingar eru gagnlegar. Eins er gott að hægja á sér. Líka getur skipt máli á hvað er horft.
Ekki horfa á pennann. Horfðu á staðinn sem þú ætlar að koma honum á. (Þegar þú reynir að grípa bolta horfirðu ekki á hendurnar á þér. Þú horfir á boltann.) Pennann sem þú heldur á ratar leiðar sinnar. Ef þú reynir þetta nokkrum sinnum skilurðu hvað ég á við.

Að fara ofan í ber árangur
Ef skriftin þín er ójöfn ættirðu að fara ofan í línu af forskrift nokkrum sinnum áður en þú reynir að skrifa hana. Og gerðu það hægar en þú skrifar.

Ef skriftin slagar hjá þér ættirðu að fara ofan í krákustíga. Ef þeir eru of erfiðir geturðu teiknað Marsbúa tugum saman. Reyndu svo krákustígana aftur. Þeir verða varla eins óþjálir og áður. (Krákustígar eru auðveldari á línustikuðum pappír en óstrikuðum og enn auðveldari á rúðustrikuðum.)___

Ef krákustígar og Marsbúar eru þér ofurefli geturðu farið ofan í þitt eigið krass.

Krotaðu eitthvað með eigin hendi og farðu nákvæmlega ofan í það nokkrum sinnum. Þegar fram líða stundir verður þetta svo auðvelt að varla tekur að halda áfram. Þá geturðu aftur tekist á við krákustíga og skrift. Hvenær sem höndin á þér ætlar að fara sínu fram kanntu að ná stjórn á henni aftur.