Örvhendi
Heimasíða
SKRIFT

Hreyfingar
Aðferðir
AÐSTÆÐUR
   Verknaður
   Pennagrip
   Skrifkrampi
   Örvhendi
Viðgerðir

Orðalisti


Rétthentur heimur
Þróun skriftarinnar hefur ráðist að miklu leyti af eiginleikum hægri handarinnar. Sumar hreyfingar gerir hún auðveldlega, aðrar alls ekki. Því miður eru þær skriftarhreyfingar sem best eiga við hana mjög erfiðar fyrir þá vinstri.

Örvhendi hefur öldum saman verið bönnuð og stundum refsiverð. Það bar engan árangur. Við þurfum að hjálpa örvhendum börnum í rétthendum heimi.
Þetta er erfiðasta skriftarhreyfingin. Samtímis þarf að beygja þumal, vísifingur og löngutöng. Fyrir sex ára barn er það snúið. Í lágstöfum Ítalíuskriftar er þessi hreyfing aðeins notuð í stöfunum k s og x.

Örvhend skrift er ekki eins og rétthend, með pennann í þeirri vinstri. Hægri höndin gerir stafleggina með auðveldum sveifluhreyfingum fingra og úlnliðs. Með því er strax farið að halla á þá vinstri.

Hér er vinsti hönd haldið eins og hún væri spegilmynd af þeirri hægri. Hver stafleggur er þá gerður með erfiðustu skriftarhreyfingunni. Þumall, vísifingur og löngutöng eru beygð samtímis.


Engin lausn
Höndin ætti aldrei að vera fyrir ofan grunnlínu.Margir örvhentir líkja eftir skriftarhreyfingum hægri handar með því að beygja úlnliðinn. Sú aðferð hefur valdið versta skrifkrampa sem ég hef kynnst. Hún er ótæk og aðrar betri eru til.

Hver er örvhentur?
Þrettán prósent allra barna eru örvhent, eða þrjú í hverjum miðlungsbekk. Þau þurfa á hjálp að halda. Hér eru fjórar prófraunir til þess að finna þau. Börn hafa gaman af þeim.
Tilraun 1
Rektu penna í gegnum pappírsörk. Hvor höndin heldur á honum?


Tilraun 2
Réttu út handlegginn og horfðu á höndina á þér gegnum gatið sem þú gerðir. Hvort augað notarðu?Tilraun 3
Krumpaðu pappírnum saman. Hentu honum upp í loftið og gríptu hann með sömu hendi. Gerðu það tíu sinnum með hvorri. Hvort gengur þér betur með hægri eða vinstri?Tilraun 4
Taktu nokkurra skrefa tilhlaup og stökktu eins langt og þú getur. Hvorum fætinum lendirðu á?

Þegar þú veist hverjir nemenda þinna eru örvhentir þarftu að segja foreldrum þeirra frá því. Ekki er víst að þeir viti það. Biddu þá að kaupa sérstök skæri fyrir örvhenta.

Sum börn grípa með hægri hendi og gera göt með henni en nota vinstra augað til að kíkja gegnum gat. (Auðvitað getur það eins verið þveröfugt.) Þau þurfa kannski á sjónprófi að halda. Og sum börn beita vinstri fæti og hægri hendi. Hafðu auga með þeim: þau geta þurft á hjálp að halda ef þau verða örvhent seinna.

Pennagrip
Vinstri handar grip á að vera hærra á skaftinu og penninn á að hallast meira. Grip vinstri handar á ekki að vera spegilmynd þeirrar hægri.
Rétthent gripÖrvhent grip


Þegar örvhentur skrifari lítur á gripið hjá sjálfum sér horfir hann á pennann því sem næst frá hlið. Rétthentir horfa á pennann allt að því endilangan.

Pappír á sínum stað
Vinsti höndin þarf alls ekki að skrifa hvern staflegg með erfiðri hreyfingu þumals, vísifingurs og löngutangar. Pappírinn getur snúið til hægri og skriftin hallast til vinstri.


Rétthent börn eiga að hafa blaðið beint fyrir framan sig og halda við það með vinstri hendi.

Örvhentum gefst vel að hafa pappírinn dálítið til vinstri og láta hann hallast.Halli
Skrift sem hallast til hægri er hægri hendinni eiginleg.


Forskrift fyrir hægri höndina hallast smávegis til hægri.

Eðlileg skrift vinstri handar er upprétt eða hallast lítillega til vinstri.Eðlilegar hreyfingar fingra og úlnliðs vinstri handar mynda stafi sem eru uppréttir eða hallast til vinstri.

Reglustikuaðferðin
Hér er besta lausn sem ég hef séð á millivegi pappírsstöðu og skriftarhalla.

Hönd örvhents skrifara á að vera rétt fyrir neðan línuna sem verið er að skrifa. Þá fer hún ekki ofan í blekið þegar hún fylgir skriftinni frá vinstri til hægri.

Svona er reglustika notuð til þess hafa vinstri höndina fyrir neðan skriftarlínuna.

Reglustika (blýantur gerir sama gagn) er lagður á grunnlínuna. Höndin má ekki fara upp fyrir hana, en penninn gerir það. Reglustikan er tekin burt og byrjað að skrifa.


Þetta þarf að gera nokkrum sinnum. Sjaldan líður á löngu áður en höndin finnur réttan stað hjálparlaus.

Hæð
Hátt sæti or oft gagnlegt fyrir örvhenta. Sumum gefst vel að hafa sessu á stólnum.

Ljós
Í flestum kennslustofum eru gluggar vinstra megin. Lýsing frá vinstri kastar skugga af vinstri hendi þeirra örvhentu á skriftina hjá þeim. Það þarf að forðast ef þess er kostur.

Pláss
Örvhentur nemandi þarf svigrúm fyrir vinstri handlegg. Þar sem tveir eru um borð þarf sá örvhenti að vera vinstra megin.

Á haus
Sumum örvhentum er mjög illa við að láta skriftina hallast til vinstri og pappírinn til hægri. Þeir kalla það spennitreyju. Ekki er það alltaf fjarri lagi. Önnur aðferð er til, þótt ekki eigi hún við alla.

Tvö vandamál eru úr sögunni ef pappírnum er snúið í hálfhring. Annað er að höndin fer ekki ofan í blekið. Hitt er að skrifað er með hreyfingum sem fingrum og úlnlið vinstri handar eru eiginlegar. Margir örvhentir skrautskrifarar fara þannig að, sérstaklega vegna grannra og breiðra lína sniðpennans.

Þessu fylgja líka gallar. Forskriftinni þarf að snúa í hálfhring. Horft er á stafina á haus. Þetta er of erfitt fyrir sum börn. En samt má reyna það.