Skrifkrampi
Heimasíða
SKRIFT

Hreyfingar
Aðferðir
AÐSTÆÐUR
   Verknaður
   Pennagrip
   Skrifkrampi
   Örvhendi
Viðgerðir

Orðalisti


Skrifkrampi er alvarlegt vandamál. Hann er kvalræði. Hann er til vandræða í prófum og spillir atvinnu. Vandalítið er að komast hjá honum en því er sjaldan sinnt eins og skyldi.

Reyndu górillugripið


Krepptu hnefann fast. Eftir eina eða tvær mínútur fer vöðvaspenna að teygja sig upp allan handlegginn. Eftir það getur hún gripið öxlina og jafnvel sótt niður á bak. (Slakaðu á áður en það er um seinan.)


Oftast stafar skrifkrampi af einbeitingu á glapstigum. Þú heldur fastar um pennann til þess að skrifa betur. Tangarhaldið um pennann veldur spennu í öðrum vöðvum. Fljótlega fer þig að verkja í höndina.

Hvað er hægt að gera?
Fyrst þarf að róa barn sem fær skrifkrampa. Fylgstu með því. Gakktu úr skugga um að gripið sé rétt. Þumall og langatöng eiga að ýta hvort á móti öðru.
Notaðu krassæfingar. Hraðar hreyfingar slaka á. Láréttir og lóðréttir krákustígar gefast vel, líka hringiða til hægri og vinstri. Þetta getur tekið dálitla stund en þeim tíma er vel varið.

Láttu barnið hrista hendurnar. Sumir nota þá aðferð að láta barnið standa upp, leggja lófana flata á borðið og fetta fingurna með því að halla sér fram á þá.

Ef krass dugir ekki má nota millifingragrip. Það byrjar eins og frumgripið. Penninn er hafður milli vísifingurs og löngutangar. Oftast hverfur verkurinn.

Millifingragrip hefur gefist vel. Flestir taka upp framhaldsgrip seinna. Sumir kjósa að hafa pennann milli vísifingurs og löngutangar til frambúðar. Það er allt í lagi.Til þrautavara má fara límbandsleiðina. Þá er frumgripið myndað án þess að penni sé milli fingranna. Hann er festur ofan á vísifingurinn. (Málaralímband er meðfærilegra en plastið. )


Vitanlega dugir ekki til lengdar að líma penna á börn. En á þann hátt er hægt að höggva á hnút spennu og vanmáttarkenndar og sýna þeim leið út úr ógöngunum.

Þegar þetta ráð er notað þarf að gera það að leik, ekki refsingu. Börn með streituvanda á svo háu stigi þurfa gjarna á læknishjálp að halda.