Tölur
Heimasíða
SKRIFT

Hreyfingar
AÐFERÐIR
   Lágstafir
   a-fjölskylda
   b-fjölskylda
   o-fjölskylda
   x-fjölskylda
   l-fjölskylda
   Hástafir
   A-hópur
   E-hópur
   O-hópur
   Tölur
   Smælki
Aðstæður
Viðgerðir

OrðalistiTölur eru jafnháar og hástafir.

Lögun sumra þeirra á sér hvorki hliðstæðu í stóru né litlu stöfunum. Ekki er að undra: við fengum þá hjá aröbum sem sóttu þá til Indlands.Núllið er þrengra en stafurinn O. Bæði eru skrifuð með sömu hreyfingu: þú byrjar efst og myndar vinstri hliðina fyrst.Talan 1 byrjar á stuttum upphafsdrætti. Hann þarf að hallast nóg til þess að ekki sé villst á honum og lárétta strikinu á tölunni 7.Talan 2 byrjar á boglínu. Eftir að þú hefur myndað hálfhring réttirðu úr henni. Hún verður að skáa til vinstri niður að grunnlínu. Neðri helmingurinn er nauðalíkur stafnum z.Eins og talan 2 hefst talan 3 með boglínu. Hún á að mynda rúman hálfhring og snúa svo við. Úr henni verður annar og stærri hálfhringur. Tölunni máttu ekki loka að ráði vinstra megin. Þá er hægt að mislesa hana sem töluna 8.Talan 4 byrjar á staflegg. Að honum loknum lyftirðu pennanum. Seinni drátturinn, skái niður á við til vinstri, byrjar á sama stað og sá fyrri. Honum lýkur þegar komið er tvo þriðju af hæð tölustafsins niður að grunnlínu. Þar myndarðu horn og gerir þverstrik til hægri. Það fer ríflega yfir legginn.Talan 5 byrjar á stuttum staflegg. Hann nemur staðar fyrir ofan miðju. Þar myndarðu horn og beygir til hægri. Næst er gerður rúmur hálfhringur eins og í tölunni 3. Að lokum lyftirðu pennanum og bætir við þverstriki að ofan.

Töluna á ekki að skrifa með neinni annarri slóð. Lokastrikið kemur í veg fyrir misskilning. Annars er hægt að ruglast á henni og stafnum S, tölunni 3 og hræðilega illa skrifaðri tölunni 8.Núllið og talan 6 eru svipuð. Vinstri helmingurinn er gerður fyrst. Eftir beygjuna að neðan skrifarðu hægri hliðina upp á við og til vinstri. Í tölunni 6 réttirðu úr boglínunni, svo að henni lýkur við vinstri legginn miðjan.Talan 7 er einföld. Hún byrjar á láréttu striki til hægri. Það nemur staðar, myndar horn og síðan skáa til vinstri niður að grunnlínu. Talan er svipuð stafnum Z án neðsta striksins.

Þverstrikið á tölunni 7 þarf að vera lárétt. Og skáinn verður að hallast nóg til þess að hún verði ekki mislesin sem talan 1.Talan 8 hefst eins og stafurinn S: bogi til vinstri, skái niður og til hægri og síðan annar bogi til vinstri. Svo heldurðu áfram til sama staðar og þú byrjaðir með boglínu, skáa upp til hægri og að lokum boglínu til vinstri. Neðri hlutinn á að vera dálítið stærri en sá efri.

Þessa tölu má ekki skrifa með öðru móti. Einn hringur ofan á öðrum kann að vera auðveldari. Og sumum þykir skemmtilegt að skrifa hana með því að loka tölunni 3 vinstra megin. En þegar hratt er skrifað valda afbrigðin misskilningi.Talan 9 er ekki talan 6 á haus. Þú byrjar efst á litlum hring. Vinstri hliðin er skrifuð fyrst, eins og á núllinu. Þegar komið er upp aftur snýrðu við og gerir boga niður að grunnlínu.