O-hópur
Heimasíða
SKRIFT

Hreyfingar
AÐFERÐIR
   Lágstafir
   a-fjölskylda
   b-fjölskylda
   o-fjölskylda
   x-fjölskylda
   l-fjölskylda
   Hástafir
   A-hópur
   E-hópur
   O-hópur
   Tölur
   Smælki
Aðstæður
Viðgerðir

Orðalisti


Þetta er O-hópurinn.
Þessum stöfum eru boglínur sameiginlegar. Fyrir löngu voru sumir þeirra hringlaga. Síðan hafa þeir breyst dálítið.

Svona ferðu að við stafinn O.


  

Byrjaðu stafinn O að ofan. Gerðu bogadregna línu til vinstri og dálítið niður á við.


Þú beygir og gerir vinstri hliðina með bogadreginni línu niður á við.


  

Eftir aðra beygju myndarðu botninn með grunnri boglínu til hægri og beygir síðan upp á við aftur.


  

Hægri hliðin er bogadregin lína upp á við.


  

Eftir fjórðu beygjuna lýkurðu stafnum.
Lögunin á stafnum O má lýsa sem samruna af hring og mjög lauslegum ferhyrningi.                       

Að síðasta drættinum undanskildum er stafurinn Q nákvæmlega eins og stafurinn O.

Þegar þú hefur lokið við stafinn O lyftir þú pennanum. Þú setur hann niður aftur við stafinn neðanverðan, lítið eitt vinstra megin við miðju. Gerðu drátt til hægri og niður á við, dálítið lengra en stafinn sjálfan.        

Stafinn C geturðu gert í einum drætti. Þú byrjar hægra megin og endar næstum beint fyrir neðan staðinn sem þú byrjaðir á.                        

Byrjaðu stafinn G á því að skrifa stafinn C.

Lyftu svo pennanum og byrjaðu seinni dráttinn nálægt stafnum miðjum. Gerðu fyrst stutt þverstrik, jafnlangt til hægri og endarnir á belgnum. Stuttur leggur niður að neðri boglínunni lýkur stafnum.Byrjaðu stafinn D á beinum legg frá hástafalínu til grunnlínu. Þar lyftirðu pennanum.

Fimm aðrir stafir í O-hópnum eru gerðir með afbrigðum af þessari slóð.


Byrjaðu seinni dráttinn frá efsta punkti á leggnum. Hann fer fyrst til hægri og síðan niður á við eins og þú værir að skrifa stafinn O í öfuga átt. Þegar komið er niður að grunnlínu lýkurðu honum við legginn.
Stafurinn Ð er eins og stafurinn D með einu viðbótarstriki.


                  

Þverstrikið á stafnum Ð á að vera álíka hátt og á stafnum H. Það er haft á miðjum leggnum eða rétt fyrir ofan hann.

Belgir stafanna Þ, P, R og B eru misstórir. Þannig smáatriði þýðir varla að heimta af byrjendum. Samt gerir ekkert til að minnast á þau strax í upphafi.                          

Stafurinn Þ byrjar á legg og pennalyftu eins og stafurinn D. Seinni drátturinn myndar belg sem er rúmlega helmingur af hæð stafsins. Belgurinn er minni en í stafnum D en með sömu lögun.                         

Stafurinn P byrjar á legg og pennalyftu eins og stafurinn D. Honum ætti að ljúka rétt fyrir neðan legginn miðjan.                          

Leggurinn á stafnum R er eins og og leggurinn á stafnum P, en belgurinn á stafnum R á að vera minni. Boginn ætti að lenda á leggnum miðjum, dálítið hærra en á stafnum P. Drátturinn á að staðnæmast við legginn án þess að pennanum sé lyft og verða að skáa niður að grunnlínu.                              

Stafurinn B byrjar líka á legg og pennalyftu. Hafðu efri belginn svolítið minni en á stafnum R. Þegar hann er kominn að leggnum, bættu við öðrum fyrir neðan sem fer niður að grunnlínu og staðnæmist við legginn.   

Stafurinn S er skrifaður eins og lágstafurinn s.

Þú byrjar rétt fyrir neðan hástafalínuna, til hægri og gerir drátt upp á við til vinstri og eftir það niður á við.

   

Miðjan er stutt og þráðbein en með boglínur á báðum endum.

Neðsta boglínan er grunn. Úr stafnum S er ekki tengt.Stafurinn U varð til þegar stafurinn V linaðist að neðan.


                                 


Byrjaði fyrri legginn vinstra megin. Þegar hann er kominn hálfa leið niður að grunnlínu verður drátturinn að grannri boglínu. Næst áttu tveggja kosta völ. Þú getur lokið stafnum með drætti upp að hástafalínunni. Eins geturðu byrjað hann þar og látið hann mæta neðri boglínunni.

Hástafir í Ítalíuskrift eru einfaldir en kröfuharðir. Þú þarft að setja á þig hverjir eru mjóir (til dæmis stafirnir E og S) og hverjir breiðir (stafirnir H og N). Flestir líta ólánlega út ef þú tengir þá. Fáir mótuðust af skriftarhreyfingum. En með tímanum mynduðu þær litlu stafina úr þeim stóru.