E-hópur
Heimasíða
SKRIFT

Hreyfingar
AÐFERÐIR
   Lágstafir
   a-fjölskylda
   b-fjölskylda
   o-fjölskylda
   x-fjölskylda
   l-fjölskylda
   Hástafir
   A-hópur
   E-hópur
   O-hópur
   Tölur
   Smælki
Aðstæður
Viðgerðir

Orðalisti


Þetta er E-hópurinn.

Stafirnir eru gerðir úr beinum línum, að stafnum J undanteknum.


Byrjaðu stafinn E á legg frá hástafalínu til grunnlínu.  

Snúðu til hægri og gerðu neðsta þverstrikið. Lyftu pennanum.  

Færðu pennann á sama stað og þú byrjaðir. Gerðu efsta þverstrikið. Lyftu pennanum.  

Færðu pennann á legginn, rétt fyrir ofan miðju, og gerðu miðstrikið.
Þessi slóð stafsins E hefur verið óbreytt síðan í Rómaveldi hinu forna. Ef þú gerir boglínur í staðinn fyrir horn kannastu ef til vill við slóð stafsins e. Þótt stafurinn hafi breyst er hún svipuð og áður.

Stafurinn F er nauðalíkur stafnum E. Þú byrjar efst til vinstri og gerir legg. Þá lyftirðu pennanum og gerir efra þverstrikið. Að lokum lyftirðu pennanum aftur og gerir lægra þverstrikið.

Fyrri dráttur stafsins T er leggurinn. Lyftu pennanum af grunnlínunni, færðu hann upp að hástafalínunni og gerðu þverstrikið frá vinstri til hægri..

Stafurinn L er eins og stafurinn E ókláraður. Á eftir stafleggnum kemur þverstrik til hægri eftir grunnlínunni.

Gerðu leggina fyrst þegar þú skrifar stafinn H. Ljúktu stafnum með þverstriki. Láttu stafinn ekki verða of þröngan. Byggðu hann á ferningi.
Stafurinn I er aðeins einn leggur. Fyrir ofan hann seturðu aldrei depil nema þú sért að skrifa tyrknesku.

Þú byrjar stafinn J eins og aðra leggi. Þegar hann fer að nálgast grunnlínuna byrjarðu að beygja til vinstri.
Stafurinn Æ byrjar á drætti sem annaðhvort er skrifaður upp eða niður. Þú bætir við stafnum E og endar á miðstriki. Sumir hafa hnykk á því fyrir útlitssakir. En ekki er goðgá að gera það með beinni línu.
Ótækt er með öllu að gera stafinn Æ með því að bæta þverstrikum á stafinn A.