A-hópur
Heimasíða
SKRIFT

Hreyfingar
AÐFERÐIR
   Lágstafir
   a-fjölskylda
   b-fjölskylda
   o-fjölskylda
   x-fjölskylda
   l-fjölskylda
   Hástafir
   A-hópur
   E-hópur
   O-hópur
   Tölur
   Smælki
Aðstæður
Viðgerðir

Orðalisti


Hér er A-hópurinn.

Þessir stafir eru búnir til úr skálínum. Sumir voru efalaust byggðir á þríhyrningum.


Byrjaðu stafinn A á skálegg. Reyndu að ná réttum halla. Þú getur byrjað að ofan eða neðan eftir því sem þér sýnist.


Hægri skáleggurinn á að byrja að ofan og enda á grunnlínunni. Þar lyftirðu pennanum.


Færðu pennann á vinstri skálegginn, rétt fyrir neðan miðju. Gerðu þverstrikið og lyftu pennanum.

Þegar Ítalíuskriftin er orðin þér töm geturðu tengt úr þverstrikinu í næsta lágstaf á eftir.Ekki er eins nauðsynlegt að hver dráttur í hástöfum sé skrifaður í rétta átt og í lágstöfunum. Þeir eiga allir að hallast álíka mikið.___

Byrjaðu stafinn V á skálínu frá hástafalínu niður að grunnlínu. Seinni dráttinn geturðu byrjað hvort sem þér sýnist að ofan eða neðan.

Stafurinn W er ekki stafurinn V tvítekinn. _

Vinstra megin sést hvernig fer þegar stafurinn W er búinn til með því að skrifa stafinn V tvisvar. Hann verður of breiður. Hvor helmingurinn sýnist í þann veginn að detta í sína áttina.

Strikin í stöfunum sýna hallann. Á strikunum í stafnum hægra megin sést hversu mikið verður að halla letrinu saman og þrengja það til þess að gera stafinn W vel úr garði.

Byrjaðu á skáa frá hástafalínu niður að grunnlínu. Bættu við öðrum drætti, hvort sem er upp eða niður. Sá þriðji á að fara niður á við en þann fjórða má skrifa í hvora átt sem er.

Stafurinn M byrjar á drætti sem annaðhvort er skrifaður upp eða niður. Annar drátturinn þarf að fara á ská frá hástafalínu til grunnlínnu. Þann þriðja má skrifa í hvora átt sem er. Sá fjórði á að fara niður á við.

Hér er gagnleg aðferð við að temja sér hlutföll stafsins M. Byrjaðu á stafnum V og bættu síðan við ytri leggjunum. Þegar þú hefur náð tökum á löguninni geturðu skrifað stafinn eftir kúnstarinnar reglum.

Byrjaðu stafinn N á beinum legg. Næst gerirðu skálegg frá hástafalínu til grunnlínu. Að lokum gerirðu annan beinan legg, hvor sem er upp eða niður. Láttu stafinn ekki verða of þröngan. Byggðu hann á ferningi.

Byrjaðu stafinn K að ofan. Miðaðu efri skáanum á fyrri legginn, rétt fyrir ofan miðju. Dragðu neðri skáann niður að grunnlínu án þess að lyfta pennanum.

Stafurinn X byrjar á skáa niður á við og til hægri eins og lágstafurinn. Lyftu pennanum, byrjaðu aftur að ofan og gerðu skáa niður á við til vinstri.

Þú byrjar stafinn Y eins og stafinn X, með skáa niður á við til hægri. Þegar þú ert kominn rúmlega hálfa leið breytirðu um stefnu og gerir beinan legg niður að grunnlínu. Lyftu pennanun og gerðu seinni skáann.

Stafurinn Z byrjar á drætti til hægri. Honum fylgir skái til vinstri niður að grunnlínu. Láréttur dráttur til hægri lýkur stafnum.