Hástafir
Heimasíða
SKRIFT

Hreyfingar
AÐFERÐIR
   Lágstafir
   a-fjölskylda
   b-fjölskylda
   o-fjölskylda
   x-fjölskylda
   l-fjölskylda
   Hástafir
   A-hópur
   E-hópur
   O-hópur
   Tölur
   Smælki
Aðstæður
Viðgerðir

Orðalisti


Upphaflega voru aðeins stórir stafir í latneska stafrófinu. Lágstafir komu til sögunnar seinna. Það var grundvallað á einföldum formum sem við könnumst við úr flatarmálsfræði. Enn í dag eru stafirnir A og V með þríhyrningslagi. Úr stöfunum O og Q er stutt í hringinn.

Tengd skrift er þessum stöfum ekki eiginleg. Og síða sem skrifuð er með hástöfum er sjaldan eins auðlesin og með lágstöfum. Hástafir eru notaðir til að byrja setningar og sérnöfn. Lágstafir eru miklu meira notaðir enda eru þeir betur fallnir til hraðrar skriftar.

Stóru stafirnir gegndu ekki hlutverki sínu fyllilega. Þess vegna urðu litlu stafirnir til. Það tók margar aldir.
Stórir stafir í Ítalíuskrift eru lægri en yfirleggir. Milli yfirlínu og miðlínu er stundum dregin lína sem kölluð er hástafalína. Hún sýnir hæfilega hæð fyrir stóru stafina.

Fæstir þeirra hafa ákveðna slóð. Yfirleitt er ekki tengt úr þeim. Ekki skiptir öllu máli hvaða dráttur er fyrstur.

Þeir eiga að hallast álíka mikið og lágstafirnir.