l-fjölskylda
Heimasíða
SKRIFT

Hreyfingar
AÐFERÐIR
   Lágstafir
   a-fjölskylda
   b-fjölskylda
   o-fjölskylda
   x-fjölskylda
   l-fjölskylda
   Hástafir
   A-hópur
   E-hópur
   O-hópur
   Tölur
   Smælki
Aðstæður
Viðgerðir

Orðalisti


Þetta er l-fjölskyldan.

Stafurinn f er ekki eins auðveldur og hinir þrír. Við skulum líta á hann fyrst.


Byrjaðu hægra megin, rétt fyrir neðan yfirlínuna. Farðu til vinstri og upp að yfirlínunni. Hafðu dráttinn næstum beinan. Taktu svo beygju niður í staflegginn.

Stafurinn f á að hallast minna en hinir. Bugðurnar að ofan og neðan valda sjónblekkingu. Ef hann hallast jafn mikið og hinir sýnist hann vera að missa jafnvægið.


Mundu að leggurinn á stafnum f er beinn. Hann byrjar fyrir ofan miðlínu og honum lýkur neðan við grunnlínu.


Þegar þú ert komin að undirlínunni beygirðu til vinstri og upp á við. Hafðu þennan drátt næstum beinan eins og þú gerðir í byrjun stafsins. Undirlínur stafanna g og y gerirðu á sama hátt.

Lyftu pennanum og færðu hann upp að miðlínunni til þess að gera þverstrikið.


Á endanum gerirðu lárétt strik sem byrjar vinstra megin við legginn. Það er líka lokadráttur og getur tengst í næsta staf. Stafurinn lítur betur út ef strikið er lítð eitt fyrir neðan miðlínuna.

Þverstrikið á stafinn f gerirðu eins og þverstrikið á stafnum t.


Svona er tengt úr þverstriki.
Tenging úr þverstriki í stafinn f verður að yfirlegg. Penninn fer upp að yfirlínu og alla leið til hægri. Þá snýr hann við, eins og í stafnum a til dæmis, og myndar boglínu niður í legginn. Á sama hátt verður tenging í stafinn t að stuttum yfirlegg.

Ör með lykkju er útskýrð á síðunni ,,Snúið aftur".

Æfingar
Hér eru þrjár æfingar sem búa höndina undir l-fjölskylduna.

Byrjaðu á línu af krákustígum. Beittu minni þrýstingi við að skrifa tengilínurnar en stafleggina. Fimm eða sex í senn eru auðveldari en heil lína. Gott er að fara fyrst ofan í nokkrum sinnum.
Farðu ofan í nokkrar línur af krákustígum með þremur leggjum. Sá síðasti teygir sig alla leið frá yfirlínu til undirlínu. Og hann ætti að hallast minna en hinir. Hafðu hann uppréttan.
Næst ættirðu að fara nokkrum sinnum ofan í línu af stafnum f. Þrír saman, með orðabili á eftir, eru hæfilegt handtak. Mundu að láta þverstrikið verða að yfirlegg næsta stafs á eftir.
Æfðu þessa fjóra stafi saman. Hafðu bak við eyrað að ekki er tengt úr undirleggjum. Mundu líka að stafurinn j er dálítið frábrugðinn hinum stöfunum. Undirleggurinn hallast meira en á hinum. Og boginn að neðan er styttri.
Stafurinn i er svipaður stafnum l nema styttri. Settu depilinn á yfirlínuna.

Rangt: Depillinn yfir stafnum i vinstra megin er of nálægt leggnum. Það þarf að varast.