x-fjölskylda




Heimasíða
SKRIFT

Hreyfingar
AÐFERÐIR
   Lágstafir
   a-fjölskylda
   b-fjölskylda
   o-fjölskylda
   x-fjölskylda
   l-fjölskylda
   Hástafir
   A-hópur
   E-hópur
   O-hópur
   Tölur
   Smælki
Aðstæður
Viðgerðir

Orðalisti


Hér er x-fjölskyldan. Í henni eru aðeins fjórir stafir.





Þeir eru allir búnir til úr skálínum. Stafurinn w bættist við á miðöldum. Hinir þrír hafa varla breyst í 2000 ár.





Í x-fjölskyldunni er tekið mið af krákustígnum, bæði hæð og breidd. Hér er slóð stafsins x.



Byrjaðu við miðlínuna, vinstra megin, og farðu niður og til hægri að grunnlínunni. Þar lyftirðu pennanum og færir hann aftur upp að miðlínunni.


Seinni línan fer frá miðlínunni, hægra megin, og fer niður á við til vinstri að grunnlínunni. Þar nemurðu staðar og lyftir pennanum.

Úr stafnum x er ekki tengt í næsta staf.



Þetta var rétta aðferðin við að skrifa stafinn x. Seinni drátturinn er niður frá miðlínu til grunnlínu. Hvernig á þá EKKI að fara að? (Rangt er að fara fyrst niður á við og til hægri, þá þvert til vinstri, síðan upp.) Hér er það víti sem varast skal.





Rangt: Eftir fyrsta dráttinn, niður að grunnlínu, er pennanum lyft og hann færður til vinstri.



Gráu bætt ofan á svart: Seinni drátturinn er gerður upp og til hægri. Úr honum er tengt í næsta staf.



Ef stafurinn x er skrifaður hratt og á þennan hátt vill hann mislesast sem stafurinn v, stundum stafurinn r meira að segja. Nauðsynlegt er að að hafa augun hjá sér til að forða öðrum frá þessari villu. Reyndu að grípa hana glóðvolga. Erfiðara að koma auga á hana eftir á.

Æfingar
Hér eru tvær æfingar sem búa höndina undir taktinn í x-fjölskyldunni.





Byrjaðu á línu af krákustígum. Beittu minni þrýstingi við að skrifa tengilínurnar en stafleggina. Fimm eða sex í senn eru auðveldari en heil lína. Gott er að fara fyrst ofan í nokkrum sinnum.





Mundu að fara rétta leið. Farðu svo ofan í línu af stafnum x einu sinni eða tvisvar. Ef það gengur erfiðlega, geturðu æft þig lengur á krákustígum. Annars geturðu skrifað nokkrar línur af stafnum x, þremur saman með orðabili á eftir.

Aðrar slóðir
Stafirnir í x-fjölskyldunni þurfa að sitja vel á krákustíg.



Þú byrjar við miðlínu, vinstra megin, og ferð til hægri.



Næst gerirðu skálínu til vinstri frá miðlínu til grunnlínu. Gættu þess að stafurinn sé hvorki of gleiður né þröngur.



Þú endar á línu frá vinstri til hægri. Með lokadrætti og tengingu getur þröngur stafurinn z minnt á stafinn r í lykkjuskrift.




Oddurinn á stafnum v á að lenda mitt á milli tveggja leggja í krákustíg. Hugsum okkur línu í miðjunni.





Hér lendir stafurinn v nákvæmlega milli teggja leggja og á línunni milli þeirra. Ekki þarf annað að gera en tengja milli punkta.



Byrjaðu við miðlínuna, vinstra megin, og gerðu hallandi legg til hægri. Lítils háttar bogi á honum er fallegri en bein lína.



Gerðu hvassan odd á grunnlínunni og skálínu upp að miðlínu. Hún lítur líka betur út með örlítilli bugðu. Í námunda við miðlínuna er gott að beygja dálítið til vinstri.



Stafurinn w er búinn til úr stafnum v tvisvar, en nær ekki réttu jafnvægi nema þeir hallist lítils háttar hvor að öðrum.



                  

Hér sést munurinn á stafnum v tvöfölduðum (til vinstri) og stafnum w þegar hann er vel af hendi leystur (hægra megin).

Vinstra megin sést hvernig fer þegar stafurinn w er búinn til með því að tvítaka stafinn v. Hann virðist í þann veginn að detta sundur. Í næsta staf til hægri eru strik sem sýna hallann.

Strikin í þriðja stafnum sýna hvernig hægri og vinstri helmingurinn hallast hvor móti öðrum. Sá fjórði, strikalaus, er stafurinn w sómasamlega gerður.



        

Slóð stafins w er hallandi krákustígur. Eins og stafurinn v er hann skrifaður milli miðlínu og grunnlínu og tengist að ofan í næsta staf. Og hann verður líka eigulegri ef línurnar eru sveigðar smávegis en ef þær eru beinar.