o-fjölskylda
Heimasíða
SKRIFT

Hreyfingar
AÐFERÐIR
   Lágstafir
   a-fjölskylda
   b-fjölskylda
   o-fjölskylda
   x-fjölskylda
   l-fjölskylda
   Hástafir
   A-hópur
   E-hópur
   O-hópur
   Tölur
   Smælki
Aðstæður
Viðgerðir

Orðalisti


Í o-fjölskyldunni eru ekki nema sjö stafir.

Stafnum s og hinum stöfunum sex er ekki margt sameiginlegt. Í byrjun er þó gagnlegt að æfa þá saman.

Bogadregnir stafir taka mið af krákustígnum, bæði hæð og breidd. Hér er slóð stafsins o.Byrjaðu við miðlínuna, hægra megin, og dragðu línu til vinstri.


Gerðu vinstri hliðina með bogadreginni línu. Nálægt grunnlínunni beygirðu og ferð til hægri. Boglínan að neðan er grunn. Frá grunnlínunni ferðu á sama stað og þú byrjaðir.


Stafnum lýkurðu með línu upp á við. Lokadrátturinn úr stafnum o tengist alltaf úr honum að ofan.Æfingar
Hér eru tvær æfingar sem búa höndina undir o-fjölskylduna.


Byrjaðu á línu af krákustígum. Beittu minni þrýstingi við að skrifa tengilínurnar en stafleggina. Fimm eða sex í senn eru auðveldari en heil lína. Gott er að fara fyrst ofan í nokkrum sinnum.


Að lokum ættirðu að fara ofan í línu af stafnum b einu sinni eða tvisvar. Ef það gengur erfiðlega, geturðu æft þig lengur á krákustígum. Annars gætirðu reynt að skrifa nokkrar línur af stafnum o, þremur saman með orðabili á eftir.

Aðrar slóðir
Stafurinn ð byrjar eins og stafurinn o.

Í stað þess að ljúka stafnum við miðlínuna heldurðu áfram upp að yfirlínu. Þar lyftirðu pennanum og strikar þvert á yfirlegginn. Úr stafnum ð er ekki er tengt.

Á tveimur öðrum stöfum í o-fjölskyldunni er vinstri hliðin eins og á stafnum o.
Slóðin um stafinn c byrjar til hægri og endar eins og ekki hefði verið lokið við stafinn o.Stafinn e byrjarðu við miðlínu, efst á bungunni. Hreyfing til vinstri myndar bogadregna línu.


Vinstri hliðin og botninn eru eins og á stafnum c. Þú stansar á sama stað og lyftir pennanum. Seinni drátturinn byrjar á sama stað og þú hófst þann fyrri.


Þú byrjar á hreyfingu til hægri. Gerðu litla bugðu fyrir ofan miðju á stafnum. Ef þú ætlar að tengja í næsta staf snýrðu við og gerir lokadráttinn.Svona er tengt úr stafnum e.

Þegar búið er að mynda belginn gengur lokadrátturinn til hægri, oftast lítið eitt boginn. Hann heldur áfram í næsta staf.

Annað afbrigði af stafnum e náði vinsældum á sautjándu öld og er langtum meira notað. Leturformið er stundum til vandræða. Úr sömu lykkjunni er hægt að lesa stafina e, i, l og t. Það er sýnt í kaflanum um viðgerðir.
Ef þú vilt skrifa stafinn e með lykkju þarf hún að byrja ofarlega.

Byrjaðu fyrir ofan miðju. Belginn neðanverðan skrifarðu með að fara þvert til hægri. Eftir krappan boga upp að miðlínu lýkurðu við stafinn eins og hann væri stafurinn c.
Stafurinn æ er samsteypa stafanna a og e. Fyrri belgurinn er eins og á stafnum a. Seinni leggurinn verður að fyrri hluta stafsins e. Og seinni belgurinn lýkur stafnum æ.


Hefð
Vegna uppruna og þróunar stafsins t er yfirleggurinn á stafnum t helmingi styttri en aðrir yfirleggir.
Auðséð er að stafurinn t er styttri þegar hann er borinn saman við stafinn l. Gömul regla um hæðina er svona. Hafðu yfirlegg stafsins t svo háan til þess að hann verði ekki tekinn í misgripum fyrir stafinn c.


Byrjaðu milli yfirlínu og miðlínu. Gerðu staflegg lítið eitt til vinstri.


Nálægt grunnlínunni gerirðu boglínu til hægri eins og í stöfunum c og e. Lyftu pennanum og færðu hann upp að miðlínu.


Á endanum gerirðu lárétt strik sem byrjar vinstra megin við legginn. Það er líka lokadráttur og tengist í næsta staf.

Stafurinn lítur betur út ef strikið er lítð eitt fyrir neðan miðlínuna.Erfið skálína
Í stafnum s skipta hlutföll miklu máli. Neðri hlutinn á að vera svolítið stærri en sá efri.

Sérstaklega nytsamlegt er að fara ofan í stafinn o sem skálínu hefur verið bætt á.
Byrjaðu við miðlínuna hægra megin og farðu til vinstri.


Mundu að miðjan á stafnum s er bein með boglínur á báðum endum.


Boglínan að neðan er grunn. Ef þú ætlar að tengja í næsta staf snýrðu við og gerir lokadráttinn.Aflokið
O-fjölskylduna þarf að æfa mikið. Gættu þess að stafirnir verði ekki hringlanga. Þeir þurfa að taka mið af krákustíg.