b-fjölskylda
Heimasíða
SKRIFT

Hreyfingar
AÐFERÐIR
   Lágstafir
   a-fjölskylda
   b-fjölskylda
   o-fjölskylda
   x-fjölskylda
   l-fjölskylda
   Hástafir
   A-hópur
   E-hópur
   O-hópur
   Tölur
   Smælki
Aðstæður
Viðgerðir

Orðalisti


Hér er b-fjölskyldan.
Þessir átta stafir byrja allir á sömu hreyfingu. Hún myndar legg sem snýr við og verður að skástriki upp á við.

Hér er slóðin um stafinn b.Byrjaðu við yfirleggslínuna og skrifaðu staflegg örlítið til vinstri niður að grunnlínu. (Ekki nema þar staðar. Hugsaðu þér að penninn sé hoppandi bolti.)Gerðu bogadregna skálínu frá grunni til miðlínu.


Við miðlínuna beygirðu og býrð til seinni legginn.


Nálægt grunnlínunni beygirðu og ferð til vinstri.

Ef þú ætlar að tengja í næsta staf snýrðu við og gerir lokadráttinn.Æfingar
Hér eru þrjár æfingar sem venja höndina á réttar hreyfingar áður en þú fæst við b-fjölskylduna.

Byrjaðu á línu af krákustígum. Beittu minni þrýstingi við að skrifa tengilínurnar en stafleggina. Fimm eða sex í senn eru auðveldari en heil lína. Gott er að fara fyrst ofan í nokkrum sinnum.
Næst ættirðu að fara nokkrum sinnum ofan í línu af belg stafsins b. Reyndu að gera hana að mynsturæfingu, ekki skrift.

Örin með lykkjunni er útskýrð á síðunni ,,Snúið aftur“.

Að lokum ættirðu að fara ofan í línu af stafnum b einu sinni eða tvisvar. Ef það gengur erfiðlega, geturðu æft þig lengur á krákustígum og stafbelgjum í fyrri æfingunum. Ef þér gengur hins vegar vel að fara ofan í stafinn b, ættirðu að spreyta þig á að skrifa nokkrar línur af honum, þremur saman með orðabili á eftir.

Aðar slóðir
Aðrir stafir í b-fjölskyldunni eru skrifaðir með sömu hreyfingum.

Slóð stafsins p er sú sama og í stafnum b, að því undanteknu að fyrri leggurinn teygir sig niður að undirlínunni. Tengt er í næsta staf á sama hátt úr báðum stöfunum.
Slóð stafsins þ er sambland af slóðum stafanna b og p. Tengt er í næsta staf á sama hátt úr báðum stöfunum.
Þegar þú skrifar stafinn n gerirðu legg frá miðlínu til grunnlínu og örlítið til vinstri. Þaðan læturðu bogadregna skálínu hoppa upp að miðlínunni aftur.

 


Seinni leggurinn nær líka frá miðlínu til grunnlínu. Næsta hreyfingin er ekki sú sama og í stafnum b. Þú lýkur ekki við belginn, heldur bætir við lokadrætti af stafnum a í staðinn.


Í stafnum a endurtókst þú hreyfinguna úr belgnum þegar þú gerðir lokadráttinn. Þegar þú skrifar stafinn n endar seinni stafleggurinn á annan hátt en sá fyrri.Þegar þú hefur náð tökum á stafnum n er stafurinn m enginn vandi.

Stafurinn m er líkur stafnum n. Annar leggurinn er næstum eins og sá fyrsti. Þriðji leggurinn endar á sama lokadrætti og stafirnir a og n.
Stafurinn h er líka svipaður stafnum n. Fyrri leggurinn byrjar við yfirlínuna.Stafurinn k minnir á stafinn h með þrönga beltisól.

Þú byrjar við yfirlínuna, gerir fyrri staflegginn og lætur skádregna boglínu hoppa upp af grunnlínunni. Þar skiljast leiðir við stafinn h.


Næst gerirðu aðra skádregna boglínu í áttina að miðju þeirrar fyrri. Betra er að mynda lykkju þegar snúið er við heldur en mynda horn eins og á stafnum h. Hún má ekki vera of stór. Það bæri stafinn ofurliði.


Gerðu nú þriðju skálínuna, næstum beina, niður að grunnlínunni. Fyrir rétthenta er þessi skriftarhreyfing sennilega erfiðust af öllum. Það kann að vera ástæða þess að hún kemur sjaldan fyrir í lágstöfum.


Venjulegur lokadráttur, eins og úr stafnum h, getur lýtt stafinn k. Betra er að láta dráttinn hoppa eins og hann gerir í lok langa leggsins.Sérstakrar aðgátar er þörf við lokadrátt stafsins r.Byrjaðu við miðlínuna og gerðu staflegg. Láttu hann hoppa af grunnlínunni eins og í stafnum n. En hafðu skálínuna nærri leggnum, svo stafurinn klofni ekki.


Byrjaðu tenginguna á stuttri hreyfingu niður á við. Á þann hátt er óhætt að tengja í næsta staf. Án hennar er hætta á að sumar stafasamsetningar mislesist. Til dæmis getur orðið ,,firn“ litið út eins og ,,fim“.Búin
Með þessu er b-fjölskyldunni lokið. Meira en helmingur lágstafanna er frá. Mundu að byrja hvern nýjan staf á nokkum línum af krákustígum. Farðu ofan í áður en þú skrifar.