a-fjölskylda




Heimasíða
SKRIFT

Hreyfingar
AÐFERÐIR
   Lágstafir
   a-fjölskylda
   b-fjölskylda
   o-fjölskylda
   x-fjölskylda
   l-fjölskylda
   Hástafir
   A-hópur
   E-hópur
   O-hópur
   Tölur
   Smælki
Aðstæður
Viðgerðir

Orðalisti


Hér er a-fjölskyldan.



A-fjölskyldunni eru nokkrir drættir sameiginlegir. Hver stafur sem lærist er gagnlegur við að temja sér hina. Gott er að æfa þá saman.

Hér er slóðin um stafinn a.



Byrjaðu við miðlínuna hægra megin og farðu til vinstri.


Fyrri stafleggurinn á að hallast smávegis. Frá grunnlínunni ferðu á sama stað og þú byrjaðir.


Þegar þangað er komið snýrðu við og gerir seinni legginn.


 

Við seinni legginn bætirðu annarri skálínu, lokadrættinum. Hann er myndaður með sömu hreyfingu og skálínan úr fyrri stafleggnum.



Þetta er reyndar engin nýjung..





Fyrir tæpum 500 árum kenndi Ludovico Arrighi fólki að skrifa stafinn a með svipaðri aðferð. Hann grundvallaði kansellískrift á hallandi ferhyrningi.

Æfingar
Hér eru þrjár æfingar sem venja höndina á réttar hreyfingar áður en þú byrjar á a-fjölskyldunni.





Byrjaðu á línu af krákustígum. Beittu minni þrýstingi við að skrifa tengilínurnar en stafleggina. Fimm eða sex í senn eru auðveldari en heil lína. Gott er að fara fyrst ofan í nokkrum sinnum.



Næst ættirðu að fara nokkrum sinnum ofan í línu af belg stafsins a. Reyndu að gera hana að mynsturæfingu, ekki skrift.

Örin með lykkjunni er útskýrð á síðunni ,,Snúið aftur".



Að lokum ættirðu að fara ofan í línu af stafnum a einu sinni eða tvisvar. Ef það gengur erfiðlega, geturðu æft þig lengur á krákustígum og stafbelgjum í fyrri æfingunum. Ef þér gengur hins vegar vel að fara ofan í stafinn a, ættirðu að spreyta þig á að skrifa nokkrar línur af stafnum a, þremur saman með orðabili á eftir.

Aðar slóðir
Aðrir stafir í a-fjölskyldunni eru skrifaðir með sömu hreyfingum.





Slóð stafsins d er sú sama og í stafnum a, að því undanteknu að fyrri leggurinn teygir sig upp að yfirlínunni.





Slóð stafsins q er næstum eins og í stafnum a. Seinni leggurinn staðnæmist á undirlínunni og er ekki tengdur í næsta staf.



Stafurinn g byrjar eins og stafurinn a. Seinni leggurinn fer niður að undirlínunni. Áður en þú byrjar hreyfingu til vinstri ættirðu að ímynda þér punkt fyrir neðan fyrri staflegginn og svolítið til vinstri við hann. Þar nemurðu staðar og lyftir pennanum.


Lína upp á við og til vinstri, með smávegis bugðu, lýkur stafnum. Oft þarf að æfa hana sérstaklega.

Úr stafnum g er ekki tengt í næsta staf.








Ef þú kannt að skrifa stafina u og g er stafurinn y ekki nokkur vandi.

Búin
Með þessu er a-fjölskyldunni lokið. Mundu að byrja hvern nýjan staf á nokkrum línum af krákustígum. Farðu ofan í áður en þú skrifar.