Lágstafir
Heimasíða
SKRIFT

Hreyfingar
AÐFERÐIR
   Lágstafir
   a-fjölskylda
   b-fjölskylda
   o-fjölskylda
   x-fjölskylda
   l-fjölskylda
   Hástafir
   A-hópur
   E-hópur
   O-hópur
   Tölur
   Smælki
Aðstæður
Viðgerðir

Orðalisti


Ítalíuskrift er sögulegur stíll og tók í arf nokkur einkenni úr skáletri húmanista, kansellískrift. Til dæmis beygir undirleggur stafsins f til vinstri.

 Kansellískrift er stíll frá fimmtándu öld. Á henni varð að gera ýmsar breytingar. Hún var venjulega skrifuð með breiðpenna sem gerir fallega granna og breiða drætti. Nú á dögum skrifa flestir með blýöntum, kúlupennum og filtpennum. Þess vegna er gildleiki allrar forskriftarinnar hinn sami án grannra og feitra drátta.

Í forskriftinni okkar eru yfir- og undirleggir styttri. Stafurinn c er bogadregnari en áður var. Færra er til prýði. Einu sinni lauk stafnum e í enda orðs á stuttum skrautdrætti. Hann er horfinn. Yfirleggir voru bogadregnir efst. Aðeins stafurinn f er það enn.


Stafina j og w vantar í forskrift Arrighis. Báðir bættust seint í latneska stafrófið.

Undirleggur stafsins q beygir til vinstri. Hann er hægt að taka í misgripum fyrir stafinn g. Ýmislegt annað skemmtilegt datt upp fyrir. Þegar stafurinn t er næst á eftir stöfunum c og s er hann oft tengdur við þá með skrautdrætti. Stafurinn z var gjarnan hafður mjög stór.

Kansellískrift er falleg. Ekki hentar þó öllum að læra að skrifa eins og ritari á endurreisnartímanum. Sennilega er óhætt að nota einfaldari forskrift.

Kantaðir

BogadregnirSumir hafa stafi kantaða. Öðrum falla bogadregnir betur í geð. Allir byggjast þeir á sama grundvelli. Ítalíuskrift er góð undirstaða fyrir persónulega rithönd.Hvað tekur við?
Forskriftin er aðeins upphaf. Ef þú skrifar hana vel með breiðpenna ertu kominn í hóp skrautskrifara. Þú getur teygt úr yfir- og undirleggjum ef þú vilt, bætt við skrautdráttum, meira að segja stælt sögulegar leturgerðir.


Fyrri stafurinn g í þessu dæmi er tengt í þann seinni. Byrjendur ættu ekki að tengja úr undirleggjum. En Ítalíuskrift er sveigjanleg. Þegar þú hefur lært hana geturðu gert hvað sem þér sýnist.

Hópar
Svipaða lágstafi köllum við fjölskyldur. Þú nærð fyrr tökum á þeim með því að æfa þá saman. (Hópa má mynda á ýmsa aðra vegu. Önnur flokkun getur verið alveg jafngóð.)