Hver er gallinn á blokkskrift?


Heimasíða
SKRIFT

HREYFINGAR
   Árangur
   Krákustígur
   Snúið aftur
   Farið ofan í
   Blokkskrift
Aðferðir
Aðstæður
Viðgerðir

Orðalisti


Blokkskrift sem stundum er kölluð prent er til í mörgum afbrigðum. Hér er ein þeirra.
Stafirnir tengjast ekki hver öðrum og eru oftast lóðréttir. Þegar þeir eru vel skrifaðir eru þeir hreinlegir og auðlesnir. Ekki er þó góð hugmynd að kenna byrjendum blokkskrift.

Erfiðar hreyfingar
Blokkskrift er erfiðari en tengd skrift. Einhvern veginn verður penninn að komast úr einum stað í annan. Auðveldara er að færa hann á pappírnum en að lyfta honum. Þess vegna varð tengd skrift til og þess vegna hefur hversdagsskrift verið tengd í tæp tvö þúsund ár.

Svona verður blokkskriftarstafurinn r til. Pennanum er lyft í byrjun, í miðjunni og í lokin.

Loftköst

Þú lyftir pennanum frá næsta staf á undan, setur hann á pappírinn og gerir staflegginn.

Næst lyftirðu pennanum, setur hann niður um miðjan staflegginn og gerir seinni dráttinn.

Að lokum lyftirðu pennanum til að setja hann niður þar sem næsti stafur hefst.Lögun stafanna í blokkskrift er einföld en hreyfingarnar erfiðar. Ef nokkuð má læra af skriftarsögunni ætti hún að kenna okkur að hreyfingin skiptir mestu og lögun stafanna ræðst af henni. Lögun stóru stafanna er líka hrein og einföld en hreyfingarnar erfiðar. Þeir reyndust ónothæfir sem rithönd fyrir 2000 árum. Ef svo hefði ekki verið er óvíst að lágstafirnir hefðu orðið til.

Gerðu námið auðvelt fyrir byrjendur. Kenndu hreyfingarnar fyrst. Á eftir geta þeir lært lögun stafanna.

Snúin slóð
Ekki er alltaf augljóst hvar blokkskriftarstafir byrja. Hvaða dráttur er fyrstur? Í hvaða átt á að skrifa hann? Börn muna það ekki alltaf. Árangurinn getur litið vel út á pappírnum þótt röð dráttanna hafi verið handahófskennd og stafirnir skrifaðir í öfuga átt. Lítill misskilningur í upphafi getur valdið vandræðum þegar á líður.

Slóð pennans skiptir ekki öllu máli í ótengdri skrift. En þegar börn fara að tengja stafina koma stundum í ljós undarlegar aðferðir. Þegar einum staf er lokið þarf penninn að vera á réttum stað til að byrja á þeim næsta. Þá skiptir máli að skrifa í rétta átt og gera drættina í réttri röð. Hér er dæmi um það.

Ólík slóð, sama lögun


Rangt:
Þessi stafur byrjar hægra megin niðri við grunnlínu. Penninn endar á röngum stað þegar búið er að gera belginn. Stafurinn lítur vel út en tenging yrði að byrja á honum ofanverðum.


Rétt:
Byrjaðu ofarlega á stafnum hægra megin. Gerðu sporöskjulagaðan belg. Lyftu pennanum. Færðu hann upp og settu hann aftur á pappírinn. Gerðu staflegginn.Báðir stafirnir líta eins úr, hvort sem þeir voru rétt eða rangt skrifaðir. Dráttaröð og pennaslóð skipta litlu máli í blokkskrift. Hún er ekki góður grundvöllur fyrir tengda skrift sem byggist á fastmótaðri slóð.

Lögun
Erfitt er að skrifa blokkskrift vel. Ójafn halli er áberandi á stöfum sem eiga að vera lóðréttir. Sporaskja er ólánleg lögun á stafbelgjum. Minnsta frávik dregur að sér athygli. Þetta gerir byrjendum erfitt fyrir.

Ávani
Annað er að nema staðar og lyfta pennanum í blokkskrift en að láta hann renna á pappírnum í tengdri skrift. Erfitt er að venja sig af skriftarhreyfingum. Hreinn óþarfi er að yfirstíga einn vana til að taka annan upp í staðinn. (Hugsaðu þér að kenna sex ára börnum margföldunartöflu og kenna þeim hana síðan aftur með nýjum niðurstöðum þegar þau verða átta ára. Til allar hamingju helst sex sinnum sjö óbreytt án tillits til aldurs nemenda.)

Mörg börn hafa mikið fyrir því að skipta úr blokkskrift í tengda skrift. Sumum tekst það ekki.