Leynivopnið að fara ofan í


Heimasíða
SKRIFT

HREYFINGAR
   Árangur
   Krákustígur
   Snúið aftur
   Farið ofan í
   Blokkskrift
Aðferðir
Aðstæður
Viðgerðir

Orðalisti


Eitt í einu
Höndin þarf að venjast hreyfingunum sem mynda Ítalíuskrift. Þá getur verið gagnlegt að skrifa ofan í forskrift.Að temja sér skrift reynir á tvennt í senn. Annað er að muna hvernig stafirnir eru skrifaðir. Hitt er að hafa stjórn á hendinni. Óþarft er að fást við hvort tveggja samtímis. Fara má ofan í stafina meðan höndin þjálfast.

Svona er farið ofan í

Byrjunin er auðveld.


Stansaðu strax ef þú ferð út fyrir.


Færðu pennann til hliðar og haltu áfram.Byrjaðu á að fara ofan í krákustíga þangað til þú getur gert þá fyrirhafnarlaust. Skrifaðu svo ofan í orð. Meðan þú ert að venjast hreyfingunum eru fimm mínútur við að fara ofan í oftast á við tíu mínútna skriftaræfingar.

Sum börn þurfa að æfa sig lengi á að fara ofan í áður en þau geta farið að skrifa. Reglulega þarf að minna þau á að flýta sér ekki. Hraði veldur óhöppum. Markmiðið er ekki að fylla sem flestar blaðsíður.

Skemmtun
Æfingar án einbeitingar eru lítils virði. Börn geta allt í einu misst áhugann. Þýðingarmikið er að halda athygli þeirra vakandi.Auðveldar krákustígsæfingar er hægt að gera úr tindum í greiðu og tönnum í sög. Aðrar koma nærri því af sjálfu sér, til dæmis brosandi krókódílar og áhyggjufullir broddgeltir. Myndir sem teiknaðar eru með að tengja punkta eru líka gagnlegar.


Ef annað bregst má kalla til Marsbúa. Meira er frá þeim sagt á síðunni um handastjórn.