Snúið aftur


Heimasíða
SKRIFT

HREYFINGAR
   Árangur
   Krákustígur
   Snúið aftur
   Farið ofan í
   Blokkskrift
Aðferðir
Aðstæður
Viðgerðir

Orðalisti


Þeir sem hafa náð tökum á stafnum u ættu ekki að vera í vandræðum með stafinn a. Honum er lokað að ofan með tvöföldum drætti: fyrst frá vinstri til hægri og síðan sömu leið frá hægri til vinstri.Lykkjuörin táknar pennadrátt sem fyrst stefnir í eina átt og fer síðan til baka sömu leið. Þannig er stafnum a lokað að ofan og stafnum b að neðan.
Þessa hreyfingu þarf að útskýra. Hún má ekki vera vafamál. Svona er farið að, eitt hænufet í einu.
Lokadráttur stafsins u er líka upphaf á stafnum a.Dráttur til hægri lokar stafnum a og nemur síðan staðar.Hreyfingin snýr við með drætti til vinstri.Einfalt er að ljúka við: fyrri leggur, skástrik, síðari leggur og lokadráttur.Þetta var rétta aðferðin: fyrst til hægri, síðan til vinstri. Vert er að athuga hvernig EKKI má skrifa. (Ranga aðferðin er fyrst til vinstri og síðan til hægri.)Rangt: stafurinn a byrjar á fyrri leggnum og skástrikið er skrifað næst,Rangt: drátturinn sem lokar stafnum að ofan er skrifaður til vinstri og staðnæmist þar.Rangt: Hreyfingin snýr við með drætti til hægri. (Lokadrátturinn er sá sami og venjulega.)Nauðsynlegt er að hafa augun hjá sér þegar þetta er kennt. Misskilning þarf að leiðrétta um leið og hann kemur á blað. Erfiðara er að hafa uppi á honum seinna. Eftir á er hægast að koma auga á hann í stafnum d.

Staðið á haus
Stafnum a er lokað að ofan með láréttum drætti frá vinstri til hægri og síðan aftur til vinstri. Belgir stafanna d, g og q eru gerðir á sama hátt.
Stafirnir b, p og þ hafa sams konar belgi, nema þeir standa á haus. Þeir eru flatir að neðan. Þeim er lokað með hreyfingu sem er þveröfug við hina: frá hægri til vinstri og aftur til hægri.