Úr krákustíg í skrift


Heimasíða
SKRIFT

HREYFINGAR
   Árangur
   Krákustígur
   Snúið aftur
   Farið ofan í
   Blokkskrift
Aðferðir
Aðstæður
Viðgerðir

Orðalisti


Þú nærð tökum á hreyfingum með því að gera þær. Þannig lærirðu að grípa bolta og spila á píanó. Það er einnig besta aðferðin við að læra skrift.

Lærðu hreyfinguna. Þá ættu stafirnir að koma af sjálfu sér.
Ef þú ræður við stuttan krákustíg geturðu skrifað stafinn u. Mýktu lögunina smávegis; það er nóg. Þú notar hana líka til að gera lokadráttinn.


Þegar þú hefur gert stafinn u úr krákustíg eru stafirnir l og i leikur einn.

Úr kroti í skrift
Höndin á þér er kannski ekki vön krákustígum. Hvernig finnurðu þær hreyfingar sem henni eru tamar? Krot er mjög góð byrjun.

Við skulum ekki hugsa um skrift í bili. Reyndu nokkrar ýktar hreyfingar með pennanum. Hér er kostur að sleppa fram af sér beislinu. Láttu höndina framan við úlnliðinn hamast fram og aftur.


Þegar nokkrar síður eru orðnar fullar af kroti má fara að beita einhverjum aga. Gerðu krákustíga á strikaðan pappír. Hafðu rimlagirðingu í huga: drættir sem hallast smávegis með jöfnum bilum á milli. Úr þeim verður skrift þegar kennileiti bætast við.

Lykillinn að Ítalíuskrift
Nokkrar boglínur gera krákustíg að skrift. Hér eru tvær þeirra.
Láttu skálínuna síga dálítið og boglínan myndar stafinn u. Ef skálínan rís hins vegar smávegis myndar hún stafinn n. Þegar þú nærð tökum á þessu verður Ítalíuskrift þér töm fyrr en varir.