Skjótur árangur, vandalítið verk


Heimasíða
SKRIFT

HREYFINGAR
   Árangur
   Krákustígur
   Snúið aftur
   Farið ofan í
   Blokkskrift
Aðferðir
Aðstæður
Viðgerðir

Orðalisti


,,Tvær vikur,“ sagði ég. ,,Á tveimur vikum geturðu náð tökum á læsilegri skrift.“

Við vorum að ræða um leturhönnun, danskur framkvæmdastjóri og ég. Hann breytti umræðuefni okkar og sagði: ,,Hrafnasparkið mitt er til skammar. Ég ræð ekki einu sinni við stóra stafi. Eitt af því sem ég óska mér oftast er þokkaleg rithönd.“

Ég ráðlagði honum að æfa krákustíga. Þeir dugðu. Hann skrifar snöggtum betur en áður. Það kostaði litla fyrirhöfn. Hann þurfti fyrst og fremst á góðri aðferð að halda.

Á undanÁ eftirStórir stafir eru ekki vel til þess fallnir að tengjast hver öðrum. Til þess eru lágstafirnir. Sumir af þessum stöfum eru nær óþekkjanlegir.

Nýja rithöndin er kannski ekkert til að hrópa húrra fyrir. En skriftarhreyfingarnar eru þjálar og hún er auðlesin að auki.Leyniletur
Ekki alls fyrir löngu leitaði vinafólk mitt ráða vegna níu ára sonar síns. Hann var varla skrifandi. Sérkennari þóttist sjá ,,vanþroskaðar fínhreyfingar.“ Það var tóm vitleysa. Drengurinn gat opnað allar barnalæsingar á heimilinu.

Enn lagði ég til krákustíga. Þeim er hægur vandi að breyta í skrift.

Daginn eftir hringdi faðir hans, heldur en ekki stoltur. Drengurinn hafði skrifað margar síður og krafðist þess fljótlega að tala við mig sjálfur. ,,Þetta var leyniletur sem þú sýndir mér,“ sagði hann. ,,Allir stafirnir eru faldir í því.“ Enn er skriftin hjá honum hræðileg. En eins og foreldrar hans segja er hún stórum betri en ekki neitt.

Svona er krákustígur gerður
Taktu þér penna í hönd. Hreyfðu hann upp og niður eins og þú værir að veifa í kveðjuskyni. Þá hreyfingu þarftu að temja þér. Hún gæti varla einfaldari verið. Hún er grunnhreyfing ítalíuskriftar, stórýkt auðvitað.Sérhver hönd hreyfist með sínu lagi og heldur eigin takti. Best er að finna sína eigin hreyfingu og byggja rithöndina á henni. Krot og krákustígar eru góð byrjun.


Auðveldara er að skrifa krákustíg á strikaðan pappír en óstrikaðan. Þrýstu minna á línur upp á við en línur niður á við.

Reyndu að láta alla leggina hallast jafnt. Og reyndu að hafa bilin milli þeirra eins jöfn og í rimlagirðingu. Lyftu pennanum þegar þú færir höndina til. Milli þess að pennanum er lyft eru fimm eða sex strik meira en nóg.
Hvernig er krákustíg breytt í letur? Smávegis frávik frá venjulegum hreyfingum eru nægileg til að úr þeim verði stafir. Stafurinn a verður til þegar bili er lokað að ofan með þverstriki. Lengdur stafleggur verður að yfirlegg.

La Operina
Endurvaking Ítalíuskriftar hefur sótt margt í þrjátíu og tveggja síðna kver. Það var gefið út í Rómaborg og ársett 1522.


Forskriftarblöð frá höfundinum, Ludouico Vicentino degli Arrighi, voru svo eftirsótt að hann hafði ekki undan. Prentlistin sem enn var meðal nýjunga varð honum til bjargar.

Sú kennslubók í Ítalíuskrift sem hefur haft mest áhrif er sennilega La Operina di Ludouico Vicentino, da imparare di scriuere littera Cancellarescha. Margt sem þar er ráðlagt hefur ekki enn verið betur gert.

Er Ítalíuskrift við allra hæfi?
Ef til vill. Fólk er mismunandi. Aðstæður og persónuleiki hafa áhrif á skrift. Ekki er við því að búast að allir sem læra Ítalíuskrift nái sérstökum árangri. Hún virðist þó vera góður grundvöllur.

Sumir kennarar segjast hafa byrjað á skriftarkennslu illa undirbúnir. Hvorki hafi þeir kunnað skriftina né að kenna öðrum hana. Þessar síður setti ég saman þeim til halds og trausts.