Nokkrar leturgerðir
Heimasíða
LETURHÖNNUN

Leturgerðir
BriemAkademi
BriemGauntlet
BriemMono
BriemOperina
BriemScript
BriemTimes


Árið 1995 bjó ég til þrjár gerðir af blindraletri og gaf þær Blindrabókasafninu. (Þar eru þær fáanlegar ókeypis.) Þetta var upphaf prentletursins BriemMono.


Á háhesti
Ein leturgerðanna er tvöföld. Hver stafurinn er tvítekinn í sama reitinum: Latínuletur ofan á og Braille-punktar neðan við það. Þegar einn stafur er sleginn birtast báðir. Þetta léttir störf aðstoðarfólks með venjulega sjón.


Únsa og dramm
Táknið fyrir dramm er það sama og únsutákn sem á vantar annað þverstrikið. Fróðleikur af þessu tagi gæti nú á dögum verið nytsamlegri en áður var. Verð á prentletri sem uppfyllir sérþarfir fer lækkandi. Ekki er fráleitt að lyfsalar vilji fá stafasett með táknum við þeirra hæfi. Dramm eru 3 skrúplur, sem hver er 0,85 grömm. Nýja táknið fyrir Euro-myntina er skrúpla á haus.


Til allrar hamingju virðist fólk enn þurfa á viðbótum að halda. Ferðamannaupplýsingar á prenti nota knippi af táknum fyrir pósthús, flugvelli til dæmis og aðgang fyrir fatlaða. Hverja skyldi næst vanhaga um sérsmíðað letur? Stjörnuspámenn, lófalesara og þýðendur tarotspila kannski? Margir í þeim hópi eru tölvuvæddir.

Er þörf á meira prentletri?
Varla. Flest fólk kemst vel af með það sem nú þegar er fáanlegt. Fyrir hundrað árum hefði reyndar mátt spyrja sömu spurningar of fá sama svar. Í þá daga höfðu Caslon og Garmond, Baskeville og Bodoni þegar lagt sitt af mörkum. Hversu mörgum snilldarverkum var brennandi þörf á þá?


Gott þykir mér að hönnuðir stóðu ekki upp frá verki. Heimurinn væri fátæklegri án þess augnayndis sem þeir hafa skapað á einni öld. Og enn hafa blessaðir kaupendurnir ekki fengið sig fullsadda. Allrahanda krydd er vel þegið, uppvaktir tréstafir; fjóspúkar.

Einhver verður að gera þessu fólki til hæfis.