Stafurinn ð í ógöngumHeimasíða
LETURHÖNNUN

Þ og ð
Þornasmíði
Smíði á Ð
Smíði á ð
Ð-ógöngur

Hakakross-þverstrik
Þverstrikið á að vera beint. Sveigjur lýta það, en horn þó sýnu meira. Myndin eru úr fyrstu útgáfu The Unicode Standard. Ég er fullvissaður um að hún verði lagfærð.Oftengt
Litla ð á ekki að tengja næsta staf. Í leturgerðum sem líkja eftir skrift er tengikrók ofaukið.
Skref af skrefi
Stafurinn ð, í leturgerðinni Park Avenue, leit einu sinni fáránlega út. Sem betur fer hefur hann verið lagfærður.
    Í núverandi mynd hans, sem er annar stafurinn frá vinstri, er enn úrbóta vant. Gott væri að færa þverstrikið neðar, eins og gert hefur verið í öðrum stafnum frá hægri. Og þokkalegur stafur fengist með bættri lögun á yfirleggnum, lengst til hægri.
Þarfar betrumbætur
Dæmið til vinstri sýnir hvað getur orðið úr stafnum ð þegar misskilningur og ímyndunarafl haldast í hendur. Þessi var í prentletrinu Brush Script. Núverandi útgáfa er í miðjunni, með tengikrók og illa sveigðan yfirlegg. Úr þessu er hægt að leysa, eins og stafurinn til hægri sýnir.